Thursday, February 26, 2009

Undirföt

Ég vildi að ég ætti skáp fullan af yndislegum nærfötum. Ég elska nærföt í gamaldagsstíl með blúndum og í litum og efni eins og nærfötin hérna að neðan. Systur er verslun á laugarveginum sem selur ótrúlega flott nærföt frá merkjum eins og Myla. Mér finnst alltaf ótrúlega skemmtilegt að fara þangað inn en lítið get ég keypt þarna inni þar sem nærfatasett kostar 10-20.000. Einnig hef ég séð í second hand búðunum mikið af undirfötum í þessum stíl. Vinkonur mínar gáfu mér í afmælisgjöf ljósbleikt brjóstarhaldara/lífstykki úr Rauða krossinum og er ég ótrúlega ánægð með það, ég verð bara að byrja að safna.






4 comments:

  1. Nærföt í gamaldagsstíl eru æði og manni langar vissulega að eiga þau í tonnatali!
    Miklu fallegri en einhverjar nútíma hlébarða nærbuxur.

    En já. Ég banna sjálfri mér að fara í Systur, alltof dýrt þar :(

    ReplyDelete
  2. Flott blogg:P

    Ójá, ég elska blúndu undirfötí gamlastílnum. Þau eru miklu flottari, þægilegri og sætari en öll önnur undirföt.

    ReplyDelete
  3. þetta kalla ég sessí

    ReplyDelete
  4. lovely underwear
    &
    thank u for your comment

    ReplyDelete