Thursday, March 5, 2009

Sumar ..

Ekki hef ég haft orku til þess að blogga undafarið þar sem ég er búin að vera veik undir sæng alla vikuna og get ég ekki beðið eftir að sumarið komi, ég get ekki þolað meiri kulda og kvef. Um daginn var ég netinu og rakst ég á flickr síðu hjá konu sem heitir Yvette Inufio og er hún frá Ameríku og get ég ekki lýst hversu fallegar myndirnar hennar eru. Þær eru ótrúlega mjúkar og í fallegum litum og þegar ég skoðaði síðuna hennar fékk ég ótrúlega mikla löngun í sumarið. Ég fékk leyfi frá henni til þess að birta nokkrar myndir frá henni og var mjög erfitt að velja einhverjar vegna þess að þær eru allar svo flottar og margar.
Endilega skoðið síðurnar hennar:


Thursday, February 26, 2009

Undirföt

Ég vildi að ég ætti skáp fullan af yndislegum nærfötum. Ég elska nærföt í gamaldagsstíl með blúndum og í litum og efni eins og nærfötin hérna að neðan. Systur er verslun á laugarveginum sem selur ótrúlega flott nærföt frá merkjum eins og Myla. Mér finnst alltaf ótrúlega skemmtilegt að fara þangað inn en lítið get ég keypt þarna inni þar sem nærfatasett kostar 10-20.000. Einnig hef ég séð í second hand búðunum mikið af undirfötum í þessum stíl. Vinkonur mínar gáfu mér í afmælisgjöf ljósbleikt brjóstarhaldara/lífstykki úr Rauða krossinum og er ég ótrúlega ánægð með það, ég verð bara að byrja að safna.






Chloe Sevigny

Chloe Sevigny er ein flottasta kona sem ég veit um, hún er leikkona, fyrisæta og einnig hannaði hún sína eigin fatalínu sem var seld í Kronkron hér á Íslandi og splæsti ég í einn kjól frá henni í fyrra. Chloe hefur sinn eigin fatastíl og hefur ekkert á móti því að vera öðruvísi þegar kemur að fatastíl.

Mig langar í ..

Ég get verið tímunum saman á netinu að skoða skó og látið mig dreyma ...




Wednesday, February 25, 2009

Nýr bloggari

Eftir miklar pælingar hef ég loksins búið til blogg, ég mun byrja með hröðum höndum í vikunni.